Clear filters

Collections / Myndabanki Suðurlands

Description

Markmið myndabankans er að skapa sameiginlega ímynd og ásýnd fyrir Suðurland í gegnum myndir og skapa vettvang þar sem sveitarfélögin á Suðurlandi, SASS, tengdir ferðaklasar og Markaðsstofa Suðurlands hafa aðgang og notkunarrétt af.

Höfundur veitir leyfi til notkunar á myndefni sínu skv. eftirfarandi:
1) Til nýtingar í verkefnum á vegum ofangreindra aðila, sem eru fjölbreytt s.s. skýrslur, kynningar, kynningarefni hverskonar (prentað og stafrænt), vefsíður, samfélagsmiðla og álíka.
2) Til skilgreindrar notkunar þriðja aðila sem byggir á markmiði verkefnisins um samræmda ásýnd og ímynd landshlutans. Með þriðja aðila er átt við t.a.m. innlendar og erlendar ferðaskrifstofur, Íslandsstofu, innlenda og erlenda fjölmiðla og álíka aðila. Markaðsstofan gefur í öllum tilfellum leyfi til nýtingar þriðja aðila á myndefninu, sem svo skuldbindur sig til að merkja notkunina með tilvitnun í að efnið sé birt með leyfi „Visit South Iceland“.
3) Í myndabankanum verður myndefnið í öllum tilfellum merkt höfundi og verður því notendum vel greinilegt. Vandað verður til við meðferð, framsetningu og birtingu myndefnisins og reynt eftir fremsta megni að geta höfundar, sé því viðkomið.
4) Öll önnur notkun á myndum og hreyfimyndum myndabankans sem falla ekki undir leyfi þessa samnings skal semja um sérstaklega. Leyfi þetta er óframseljanlegt.

We're loading your media, hang tight!

This may take a while depending on the number of assets.

Download reason

Please specify the reason for this download